Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2023 11:55 Flugstjórinn Róbert Evensen frá Blönduósi og kærastan Michala Hansen kyssast um borð í Dash 8-vél Air Greenland eftir að hann hafði borið fram bónorðið. Skjáskot/Air Greenland Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. Flugstjórinn og Húnvetningurinn Róbert Lee Evensen og kærasta hans, sem er frá Nuuk, höfðu ákveðið að eyða jólunum saman í höfuðstað Grænlands og vissi hún ekki betur en að hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellinum, samkvæmt frásögn grænlenska miðilsins KNR. Kvöldið áður fékk kærastinn hins vegar aðra og stærri hugmynd, eins og sjá má á myndbandi sem Air Greenland birti á facebook-síðu sinni. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk, samskonar og kemur við sögu í fréttinni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Strax um morguninn hóf Róbert að kanna hvort unnt væri að koma þessu í kring og þurfti til þess aðstoð fjölda samtarfsmanna. Síðast en ekki síst þurfti hann að skipta á vakt við félaga sinn svo hann gæti annast flugið. Flugið gekk þó tíðindalaust þar til eftir lendingu í Nuuk þegar verið var að stöðva hreyflana við flugstöðina. Þá heyrðist rödd í hátalarakerfinu: Róbert kominn í hátalarakerfið með jólasveinahúfu á höfði. Kærastan vinstra megin steinhissa að sjá hann um borðSkjáskot/Air Greenland „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum ekki alveg búin ennþá. Vinsamlegast sitjið aðeins lengur í sætunum.“ Takið svo eftir viðbrögðum konunnar í annarri sætaröð vinstra megin þegar flugstjórinn andartaki síðar kemur út úr klefanum með jólasveinahúfu á höfði og fer í hátalarakerfið: „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Það er nefnilega þannig að við erum með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Við höfum eitt vandamál. Það er þannig að hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Og því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala,“ segir hann um leið og hann teygir segir eftir hringnum í vasanum. „Viltu kannski giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrist hún svara klökk og fagnaðarandvarp fer um farþegarýmið en viðbrögð hennar og annarra flugfarþega má sjá í myndbandinu: Þess má geta að Róbert Evensen er fæddur árið 1981 á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans eru Þorvaldur Evensen og Charlotta Evensen, sem er færeysk, en þau búa núna í Garðabæ. Róbert tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf störf hjá Air Greenland eftir atvinnuflugmannspróf. Hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Wow Air en þegar það lagði upp laupana færði hann sig aftur yfir til Air Greenland þar sem hann hefur verið flugstjóri síðustu tvö ár. Róbert er búsettur í Kaupmannahöfn, ásamt kærustu sinni, en flýgur reglulega til Grænlands þar sem hann tekur þriggja vikna vinnutarnir, að sögn Þorvaldar föður hans. Fréttir af flugi Brúðkaup Grænland Ástin og lífið WOW Air Húnabyggð Tengdar fréttir Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira
Flugstjórinn og Húnvetningurinn Róbert Lee Evensen og kærasta hans, sem er frá Nuuk, höfðu ákveðið að eyða jólunum saman í höfuðstað Grænlands og vissi hún ekki betur en að hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellinum, samkvæmt frásögn grænlenska miðilsins KNR. Kvöldið áður fékk kærastinn hins vegar aðra og stærri hugmynd, eins og sjá má á myndbandi sem Air Greenland birti á facebook-síðu sinni. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk, samskonar og kemur við sögu í fréttinni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Strax um morguninn hóf Róbert að kanna hvort unnt væri að koma þessu í kring og þurfti til þess aðstoð fjölda samtarfsmanna. Síðast en ekki síst þurfti hann að skipta á vakt við félaga sinn svo hann gæti annast flugið. Flugið gekk þó tíðindalaust þar til eftir lendingu í Nuuk þegar verið var að stöðva hreyflana við flugstöðina. Þá heyrðist rödd í hátalarakerfinu: Róbert kominn í hátalarakerfið með jólasveinahúfu á höfði. Kærastan vinstra megin steinhissa að sjá hann um borðSkjáskot/Air Greenland „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum ekki alveg búin ennþá. Vinsamlegast sitjið aðeins lengur í sætunum.“ Takið svo eftir viðbrögðum konunnar í annarri sætaröð vinstra megin þegar flugstjórinn andartaki síðar kemur út úr klefanum með jólasveinahúfu á höfði og fer í hátalarakerfið: „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Það er nefnilega þannig að við erum með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Við höfum eitt vandamál. Það er þannig að hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Og því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala,“ segir hann um leið og hann teygir segir eftir hringnum í vasanum. „Viltu kannski giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrist hún svara klökk og fagnaðarandvarp fer um farþegarýmið en viðbrögð hennar og annarra flugfarþega má sjá í myndbandinu: Þess má geta að Róbert Evensen er fæddur árið 1981 á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans eru Þorvaldur Evensen og Charlotta Evensen, sem er færeysk, en þau búa núna í Garðabæ. Róbert tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf störf hjá Air Greenland eftir atvinnuflugmannspróf. Hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Wow Air en þegar það lagði upp laupana færði hann sig aftur yfir til Air Greenland þar sem hann hefur verið flugstjóri síðustu tvö ár. Róbert er búsettur í Kaupmannahöfn, ásamt kærustu sinni, en flýgur reglulega til Grænlands þar sem hann tekur þriggja vikna vinnutarnir, að sögn Þorvaldar föður hans.
Fréttir af flugi Brúðkaup Grænland Ástin og lífið WOW Air Húnabyggð Tengdar fréttir Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira
Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13