Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 11:00 Simon Pytlick er í einangrun vegna jákvæðs Covid-prófs. DHF Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. Pytlick greindist með Covid þegar danski leikmannahópurinn kom saman í gær en þá voru allir leikmenn liðsins skimaðir fyrir veirunni. Danska handknattleikssambandið greindi frá því í morgun að Pytlick hefði verið skikkaður í einangrun vegna jákvæðu niðurstöðunnar, sem varúðarráðstöfun. „Þetta er veik jákvæð niðurstaða og þess vegna vonumst við til að um gamalt smit sé að ræða. En við munum festa á okkur belti og axlabönd, svo Simon verður í einangrun þangað til við skimum hann aftur á morgun - sem ætti að skýra út um hvað sé að ræða,“ er haft eftir Morten Storgaard, lækni danska liðsins, á heimasíðu handknattleikssambandsins. Skima vegna strangra reglna Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum í gær að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi samþykkt strangar Covid-reglur í kringum mótið, sem eru töluvert meira íþyngjandi en núverandi regluverk í gestgjafalöndunum, Póllandi og Svíþjóð, segja til um. Leikmenn verða skikkaðir í fimm daga einangrun ef þeir greinast jákvæðir fyrir veirunni, en skimun mun fara fram fyrir mót, milliriðlakeppni og 8-liða úrslit. Af þeirri ástæðu ákvað danska handknattleikssambandið að skikka alla leikmenn liðsins í Covid-próf þegar hópurinn kom saman í gær - til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en mótið hefst í næstu viku. HM hefst þann á miðvikudaginn í næstu viku, þann 11. janúar. Ísland hefur leik degi síðar og mætir Portúgal, en er auk þess með Ungverjum og Suður-Kóreumönnum í riðli. Fyrsti leikur Dana er við Belgíu 13. janúar en Túnis og Barein, sem stýrt er af Aroni Kristjánssyni, eru einnig í riðli Dana. HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Pytlick greindist með Covid þegar danski leikmannahópurinn kom saman í gær en þá voru allir leikmenn liðsins skimaðir fyrir veirunni. Danska handknattleikssambandið greindi frá því í morgun að Pytlick hefði verið skikkaður í einangrun vegna jákvæðu niðurstöðunnar, sem varúðarráðstöfun. „Þetta er veik jákvæð niðurstaða og þess vegna vonumst við til að um gamalt smit sé að ræða. En við munum festa á okkur belti og axlabönd, svo Simon verður í einangrun þangað til við skimum hann aftur á morgun - sem ætti að skýra út um hvað sé að ræða,“ er haft eftir Morten Storgaard, lækni danska liðsins, á heimasíðu handknattleikssambandsins. Skima vegna strangra reglna Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum í gær að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi samþykkt strangar Covid-reglur í kringum mótið, sem eru töluvert meira íþyngjandi en núverandi regluverk í gestgjafalöndunum, Póllandi og Svíþjóð, segja til um. Leikmenn verða skikkaðir í fimm daga einangrun ef þeir greinast jákvæðir fyrir veirunni, en skimun mun fara fram fyrir mót, milliriðlakeppni og 8-liða úrslit. Af þeirri ástæðu ákvað danska handknattleikssambandið að skikka alla leikmenn liðsins í Covid-próf þegar hópurinn kom saman í gær - til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en mótið hefst í næstu viku. HM hefst þann á miðvikudaginn í næstu viku, þann 11. janúar. Ísland hefur leik degi síðar og mætir Portúgal, en er auk þess með Ungverjum og Suður-Kóreumönnum í riðli. Fyrsti leikur Dana er við Belgíu 13. janúar en Túnis og Barein, sem stýrt er af Aroni Kristjánssyni, eru einnig í riðli Dana.
HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti