Skoðun

Ertu að gleyma þér?

Anna Claessen skrifar

Gleðilegt nýtt ár! Hvernig vilt þú hafa árið fyrir þig?

Við fyllum stundarskránna af alls konar vinnu/námi, rækt/tómstundum, fjölskyldutíma, vinahittingum ... en ertu að taka tíma til að hlúa að þér?

Hversu mikill tími af dagskránni er fyrir þig?

Ertu að gleyma þér?

Margir sem detta í kulnun er fólk í umönnunarstörfum eða foreldrar, þeir sem eru snillingar að sjá um aðra en gera það oft á kostnað eigin heilsu.

Skoðaðu dagskrána aftur. Hvaða hluti af henni er að gefa þér mest?

Hvenær gerðir þú síðast eitthvað fyrir þig? (ekki fyrir aðra, eða fyrir vinnu)

Hvað veitir þér gleði?

Hvað byggir þig upp?

Hvað drífur þig áfram?

Ekki gleyma þér!

Taktu tíma frá fyrir þig.

Þú skiptir máli.

Höfundur er kulnunarmarkþjálfi.




Skoðun

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Skoðun

Ás­laug Arna er fram­tíðin

Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Sjá meira


×