Guardiola ætlar ekki að biðja Haaland um að róa sig inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 17:00 Erling Haaland fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Everton en fyrir framan hann er Ben Godfrey, varnarmaður Everton, sem virtist komast inn í hausinn á honum. AP/Tim Goode Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á sínu fyrsta tímabili með Manchester City liðinu en í jafntefli á móti Everton um síðustu helgi var eins og hann missti hausinn eftir samskipti varnarmann Everton. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira