Frá þessu er greint á heimasíðu KR, en Williams verður tíundi erlendi leikmaðurinn til að leika með liðinu á tímabilinu. Erfitt gengi liðsins á tímabilinu hefur gert það að verkum að miklar hrókeringar hafa verið gerða á leikmannahópnum.
Williams kemur til liðsins frá Plymouth City Patriots sem leikur í bresku úrvalsdeildinni. Á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað 19,8 stig að meðaltali í leik, tekið 4,9 fráköst og gefið 4,7 stoðsendingar í 12 leikjum.
Áður hefur Antonio leikið með Ottawa Blackjacks í Kanada sem og Tallinna Kalev/TLU í Eistlandi sem og í sameiginlegri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands.