Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 08:39 Slökkvilið að störfum við verslun Bónus í Spönginni í gærkvöldi. Skjáskot Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira