Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 14:21 Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf. Aðsend Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira