Tískumerkin greiða minna en svarar framleiðslukostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 08:42 Vanefndir tískumerkjanna koma verst niður á starfsmönnum verksmiðjanna. epa/Monirul Alam Margar tískufataverslanir hafa greitt verksmiðjum í Bangladesh minna fyrir vörur en sem svarar framleiðslukostnaðinum. Sérfræðingur segir þetta koma niður á starfsmönnum verksmiðjanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum. Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum.
Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira