Hættir fólk að vinna á spítalanum af því það kann ekki að lesa fjárlög? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 9. janúar 2023 12:30 Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson, og læknirinn sem sagði upp störfum vegna óboðlegra starfsaðstæðna á Landspítalanum er eitthvað að ruglast, kann ekki að lesa fjárlög. Stöldrum aðeins við þennan málflutning. Hefur útskriftarvandinn – það að tugir eldri borgara dúsi á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum búsetuúrræðum – ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta álagi af spítalanum. Landspítalinn á að vera hátækni- og háskólasjúkrahús – ekki risastórt hjúkrunarheimili, sem er hætt við að hann verði meðan nauðsynleg þjónusta við eldra fólk er vanfjármögnuð og uppbygging hjúkrunarheimila situr á hakanum. Hvað með mönnunarvandann, hefur sá vandi spítalans ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður og gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Það kostar peninga að halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Mönnunarvandinn er fjármögnunarvandi. Þetta veit fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk, sjáiði ekki veisluna? Árið 2007 voru sjúkrahúsrými í landinu samtals 1.283 talsins en árið 2020 voru þau orðin 1.039. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 56 þúsund, þjóðin hélt áfram að eldast og veldisvöxtur varð í komu ferðamanna til landsins. Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í staðá undanförum árum. Þar hefur rúmanýting verið um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Hvergi á Norðurlöndunum er jafn lágu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið til reksturs heilbrigðisþjónustu og á Íslandi. Eins og formaður Læknafélags Íslands bendir á verður að teljast „óhugsandi að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem stenst kröfur almennings fyrir svo lág framlög í landi sem er fámennt og strjálbýlt og þar af leiðandi óhagkvæm rekstrareining, auk þess að vera með eitt hæsta verðlag sem þekkist, sem svo sannarlega hefur áhrif á kostnað við aðföng og rekstur kerfisins hér“. En hvað ef Bjarni hefur rétt fyrir sér? En gott og vel. Segjum að fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér, að vandi Landspítalans – sem er samofinn vanda heilbrigðiskerfisins í heild – hafi raunverulega ekkert með peninga að gera og verði ekki leystur með því að veita auknu fé til heilbrigðismála. Hvað er Bjarni þá í raun og veru að segja eftir tíu ára setu í ríkisstjórn? Þá er ráðherra að viðurkenna mjög alvarlegan stjórnunar- og skipulagsvanda. Viðurkenna að síðustu ríkisstjórnir hafi brugðist í að tryggja skilvirka nýtingu fjármuna til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem virkar. Ef fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér vakna alvarlegar spurningar um embættisverk þeirra stjórnmálamanna sem farið hafa með yfirstjórn heilbrigðismála á undanförnum árum. En þá vakna líka spurningar um ábyrgð fjármálaráðherra sjálfs sem á að tryggja skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn samkvæmt lögum um opinber fjármál. Engin innri endurskoðun þrátt fyrir lagafyrirmæli Samkvæmt 65. gr. laga um opinber fjármál skal framkvæmd innri endurskoðun hjá ríkisaðilum til að tryggja að takmarkaðir fjármunir nýtist með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Hér er auðvitað mest í húfi þegar stórar ríkisstofnanir eiga í hlut, til að mynda Landspítalinn sem kostar um 90 milljarða á ári og er stærsti vinnustaður landsins, með 6 þúsund manns í vinnu. Það er með nokkrum ólíkindum að nú, þegar meira en sjö ár eru liðin frá gildistöku laga um opinber fjármál, hefur enn ekki verið komið á innri endurskoðun hjá Landspítalanum né öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins. Þannig er staðan þrátt fyrir síendurteknar pillur ráðherra um að skipulagningu og verkefnastjórnun í heilbrigðiskerfinu sé ábótavant. Hvernig stendur á því að innri endurskoðun hefur ekki verið komið á? Hver stendur í vegi fyrir því? Það er fjármálaráðherra sjálfur. Hann hefur ekki hirt um að setja reglugerðina sem er forsenda þess að innri endurskoðun geti farið fram hjá stærri ríkisaðilum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, reglugerð sem hann á að setja samkvæmt lögum. Talandi um að fara vel með ríkisfé! Er hagkvæmt að fjársvelta stofnunina sem semur við einkaaðila og kostnaðargreinir þjónustu? En líklega gegna fáar stofnanir eins mikilvægu hlutverki og Sjúkratryggingar Íslands þegar kemur að því að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna í okkar blandaða heilbrigðiskerfi. Sjúkratryggingar halda utan um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu, semja bæði við einkaaðila og opinbera aðila, kostnaðargreina og hafa eftirlit með framkvæmd samninga. Nú er stofnunin til að mynda að fylgja eftir innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar á Landspítalanum sem er lykilaðgerð til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna. Og hver er staðan hjá Sjúkratryggingum? Jú, forstjóri stofnunarinnar, María Heimisdóttir, var að segja upp störfum og vísar til þess að stofnunin sé of vanfjármögnuð til að geta sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru falin. Þetta segir meira en mörg orð um metnað ríkisstjórnarinnar til að tryggja skilvirka fjárstjórn í heilbrigðiskerfinu Fjármálalæsi lækna er ekki vandamálið Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður. Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög. Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Við verðum að gera betur. Við erum eitt ríkasta land í heimi og við getum það. En það kallar á gjörbreytta forgangsröðun í ríkisfjármálum, alvöru velferðarpólitík og hæfnina til að fylgja henni eftir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson, og læknirinn sem sagði upp störfum vegna óboðlegra starfsaðstæðna á Landspítalanum er eitthvað að ruglast, kann ekki að lesa fjárlög. Stöldrum aðeins við þennan málflutning. Hefur útskriftarvandinn – það að tugir eldri borgara dúsi á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum búsetuúrræðum – ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta álagi af spítalanum. Landspítalinn á að vera hátækni- og háskólasjúkrahús – ekki risastórt hjúkrunarheimili, sem er hætt við að hann verði meðan nauðsynleg þjónusta við eldra fólk er vanfjármögnuð og uppbygging hjúkrunarheimila situr á hakanum. Hvað með mönnunarvandann, hefur sá vandi spítalans ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður og gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Það kostar peninga að halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Mönnunarvandinn er fjármögnunarvandi. Þetta veit fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk, sjáiði ekki veisluna? Árið 2007 voru sjúkrahúsrými í landinu samtals 1.283 talsins en árið 2020 voru þau orðin 1.039. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 56 þúsund, þjóðin hélt áfram að eldast og veldisvöxtur varð í komu ferðamanna til landsins. Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í staðá undanförum árum. Þar hefur rúmanýting verið um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Hvergi á Norðurlöndunum er jafn lágu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið til reksturs heilbrigðisþjónustu og á Íslandi. Eins og formaður Læknafélags Íslands bendir á verður að teljast „óhugsandi að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem stenst kröfur almennings fyrir svo lág framlög í landi sem er fámennt og strjálbýlt og þar af leiðandi óhagkvæm rekstrareining, auk þess að vera með eitt hæsta verðlag sem þekkist, sem svo sannarlega hefur áhrif á kostnað við aðföng og rekstur kerfisins hér“. En hvað ef Bjarni hefur rétt fyrir sér? En gott og vel. Segjum að fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér, að vandi Landspítalans – sem er samofinn vanda heilbrigðiskerfisins í heild – hafi raunverulega ekkert með peninga að gera og verði ekki leystur með því að veita auknu fé til heilbrigðismála. Hvað er Bjarni þá í raun og veru að segja eftir tíu ára setu í ríkisstjórn? Þá er ráðherra að viðurkenna mjög alvarlegan stjórnunar- og skipulagsvanda. Viðurkenna að síðustu ríkisstjórnir hafi brugðist í að tryggja skilvirka nýtingu fjármuna til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem virkar. Ef fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér vakna alvarlegar spurningar um embættisverk þeirra stjórnmálamanna sem farið hafa með yfirstjórn heilbrigðismála á undanförnum árum. En þá vakna líka spurningar um ábyrgð fjármálaráðherra sjálfs sem á að tryggja skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn samkvæmt lögum um opinber fjármál. Engin innri endurskoðun þrátt fyrir lagafyrirmæli Samkvæmt 65. gr. laga um opinber fjármál skal framkvæmd innri endurskoðun hjá ríkisaðilum til að tryggja að takmarkaðir fjármunir nýtist með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Hér er auðvitað mest í húfi þegar stórar ríkisstofnanir eiga í hlut, til að mynda Landspítalinn sem kostar um 90 milljarða á ári og er stærsti vinnustaður landsins, með 6 þúsund manns í vinnu. Það er með nokkrum ólíkindum að nú, þegar meira en sjö ár eru liðin frá gildistöku laga um opinber fjármál, hefur enn ekki verið komið á innri endurskoðun hjá Landspítalanum né öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins. Þannig er staðan þrátt fyrir síendurteknar pillur ráðherra um að skipulagningu og verkefnastjórnun í heilbrigðiskerfinu sé ábótavant. Hvernig stendur á því að innri endurskoðun hefur ekki verið komið á? Hver stendur í vegi fyrir því? Það er fjármálaráðherra sjálfur. Hann hefur ekki hirt um að setja reglugerðina sem er forsenda þess að innri endurskoðun geti farið fram hjá stærri ríkisaðilum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, reglugerð sem hann á að setja samkvæmt lögum. Talandi um að fara vel með ríkisfé! Er hagkvæmt að fjársvelta stofnunina sem semur við einkaaðila og kostnaðargreinir þjónustu? En líklega gegna fáar stofnanir eins mikilvægu hlutverki og Sjúkratryggingar Íslands þegar kemur að því að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna í okkar blandaða heilbrigðiskerfi. Sjúkratryggingar halda utan um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu, semja bæði við einkaaðila og opinbera aðila, kostnaðargreina og hafa eftirlit með framkvæmd samninga. Nú er stofnunin til að mynda að fylgja eftir innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar á Landspítalanum sem er lykilaðgerð til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna. Og hver er staðan hjá Sjúkratryggingum? Jú, forstjóri stofnunarinnar, María Heimisdóttir, var að segja upp störfum og vísar til þess að stofnunin sé of vanfjármögnuð til að geta sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru falin. Þetta segir meira en mörg orð um metnað ríkisstjórnarinnar til að tryggja skilvirka fjárstjórn í heilbrigðiskerfinu Fjármálalæsi lækna er ekki vandamálið Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður. Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög. Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Við verðum að gera betur. Við erum eitt ríkasta land í heimi og við getum það. En það kallar á gjörbreytta forgangsröðun í ríkisfjármálum, alvöru velferðarpólitík og hæfnina til að fylgja henni eftir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun