Vera er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námi í heilsumarkþjálfun, með áherslu á kvenheilbrigði.
Líf styrktarfélag var stofnað í desember 2009.
„Tilgangur Lífs er að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Á ári hverju nýta mæður, dætur, systur, eiginkonur, ömmur, vinkonur og frænkur sér þjónustu Kvennadeildar, og því snertir starfið stóran hluta samfélags okkar,“ segir í tilkynningu.
„Við í stjórn Lífs tökum fagnandi á móti Veru og hlökkum til að njóta starfskrafta hennar og framkvæmdagleði. Vera kemur inn í starfið með fjölbreyttan bakgrunn og spennandi sýn sem styrkir enn frekar það góða starf sem Líf sinnir“, segir Ingrid Kuhlman stjórnarformaður Lífs styrktarfélags.