Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 11:27 Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton, búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. Getty Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play.
Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira