Fyrstur til að veita rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. janúar 2023 11:33 Jóhann Fannar við undirritun og Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ. Facebook/Réttindagæslumaður fatlaðs fólks, Stöð 2 Fyrsti einstaklingurinn hefur nú veitt rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn. Þessu greinir réttindagæslumaður fatlaðs fólks frá. Jóhann Fannar Kristjánsson undirritaði samning um rafrænt pósthólf og persónulega talsmenn og er eins og áður sagði sá fyrsti til þess. Samningurinn sjálfur snýr að því að persónulegum talsmönnum sé mögulegt að koma fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og þar af leiðandi fengið aðgang að rafrænu pósthólfi þeirra. Samningurinn er gerður í samráði við réttindagæslumann fatlaðs fólks. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa þróun að þetta sé þá komið en það er heilmikið eftir til þess að allir geti nýtt sér með einhverjum hætti, rafræn skilríki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þegar fréttastofa spyr hana út í áfangann. Hún vonast til þess að allir hópar muni geta nýtt sér rafræn skilríki sem fyrst en stórir hópar fólks geti það ekki enn. „Þetta er fyrsta skref og við erum mjög ánægð með það að þessi talsmannagrunnur sé kominn, það gefur allaveganna ákveðnum hópi tækifæri til þess að nýta sín réttindi. En það þarf meira til, ég veit það er verið að vinna í því og ég vona að við náum í land varðandi rafræn auðkenni og hvernig allir hópar geti nýtt sér þau sem fyrst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir jafnframt mikla áherslu vera lagða á stafræna þróun og rafræn skilríki í íslensku samfélagi. Með þeim eigi allir að geta haft aðgang að heimabanka og Heilsuveru. Þau séu meira að segja notuð til þess að geta farið í strætó sem henni þyki nokkuð fáránlegt. „Það þarf að finna leiðir til þess að fólk geti nýtt sér þessi rafrænu auðkenni sem allt snýst um í dag,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að rafræn skilríki hafi verið virkjuð í gegnum talsmann. Það var rangt og hefur nú verið lagfært. Hið rétta er að rafrænn aðgangur var veittur í gegnum talsmann. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Stafræn þróun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Jóhann Fannar Kristjánsson undirritaði samning um rafrænt pósthólf og persónulega talsmenn og er eins og áður sagði sá fyrsti til þess. Samningurinn sjálfur snýr að því að persónulegum talsmönnum sé mögulegt að koma fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og þar af leiðandi fengið aðgang að rafrænu pósthólfi þeirra. Samningurinn er gerður í samráði við réttindagæslumann fatlaðs fólks. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa þróun að þetta sé þá komið en það er heilmikið eftir til þess að allir geti nýtt sér með einhverjum hætti, rafræn skilríki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þegar fréttastofa spyr hana út í áfangann. Hún vonast til þess að allir hópar muni geta nýtt sér rafræn skilríki sem fyrst en stórir hópar fólks geti það ekki enn. „Þetta er fyrsta skref og við erum mjög ánægð með það að þessi talsmannagrunnur sé kominn, það gefur allaveganna ákveðnum hópi tækifæri til þess að nýta sín réttindi. En það þarf meira til, ég veit það er verið að vinna í því og ég vona að við náum í land varðandi rafræn auðkenni og hvernig allir hópar geti nýtt sér þau sem fyrst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir jafnframt mikla áherslu vera lagða á stafræna þróun og rafræn skilríki í íslensku samfélagi. Með þeim eigi allir að geta haft aðgang að heimabanka og Heilsuveru. Þau séu meira að segja notuð til þess að geta farið í strætó sem henni þyki nokkuð fáránlegt. „Það þarf að finna leiðir til þess að fólk geti nýtt sér þessi rafrænu auðkenni sem allt snýst um í dag,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að rafræn skilríki hafi verið virkjuð í gegnum talsmann. Það var rangt og hefur nú verið lagfært. Hið rétta er að rafrænn aðgangur var veittur í gegnum talsmann.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Stafræn þróun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira