Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 00:01 Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins. Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira