Enn á að slá ryki í augu fólks Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. janúar 2023 07:31 Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Salan á Íslandsbanka Alþingi Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun