Norðurlönd – afl til friðar Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. janúar 2023 08:00 Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Utanríkismál Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun