„Að tapa á móti Val er ekkert til að skammast sín fyrir en ég er ekki sáttur með frammistöðuna“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2023 22:05 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með frammistöðu Hattar í tuttugu og sjö stiga tapi gegn Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum. Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum.
Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira