Uppfært: Patitz lést vegna brjóstakrabbameins.
Patitz fæddist í Þýskalandi, var alin upp í Svíþjóð en flutti ung til Kaliforníu. Hún skilur eftir sig einn son.
Fyrst þegar hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta náði hún takmörkuðum árangri. Í frétt Vogue segir að vinsældir hennar megi að miklu leyti rekja til þýska ljósmyndarans Peter Lindbergh.
Það hafi verið forsíðumynd hans af henni og þeim Christy Turlington, Lindu Evangelista, Naomi Campbell og Cindy Crawford sem tekin var fyrir Vogue og önnur forsíðumynd af Patitz árið 1990 sem leiddi til þess að tónlistarmaðurinn George Michael fékk þær til að vera í myndbandi sínu fyrir lagið Freedom! '90.
AP fréttaveitan vísar í viðtal sem Patitz veitti árið 2006 þar sem hún sagði að gullöld ofurfyrirsæta væri liðin. Leikkonur og aðrar frægar konur hefðu tekið við og fyrirsætur fengu enga athygli lengur.
Hún sagði einnig að á hennar tíma hefðu fyrirsætur verið með heilbrigðari líkama og sagði að fyrirsætur væru orðnar of horaðar.
Cindy Crawford minntist Patitz í færslu á Instagram í dag. Stofnun Peters Lindberghs gerði það einnig en hann lést árið 2019.