Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 23:28 Bókin Spare kom í verslanir Eymundsson í dag. Getty/Scott Olson Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður leit við í Eymundsson í Austurstræti og ræddi við Hörpu Hrund Berndsen, áhugakonu um bresku konungsfjölskylduna, svokallaðan royalista, í kvöldfréttum Stöðvar 2: Harpa Hrund varð sér út um rafrænt eintak á útgáfudegi en var mætt til að fá bókina á pappírsformi. Hún segir koma á óvart hve persónuleg bókin sé. „Þarna eru mörg einkasamtöl sem hann hefur átt við fjölskyldumeðlimi. Ég bjóst kannski við alveg svona gríðarlega persónulegum atvikum.“ Hún segir Breta hafa almennt tekið illa í bókina. „Þeim finnst þetta heldur mikil svik af hans hálfu. Ég veit ekki hvernig viðbrögðin eru í Ameríku, það verður spennandi að sjá hvernig verður í framhaldinu þegar birt verða viðtöl við hann.“ Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Er hann búinn að brenna allar brýr að baki sér? „Eins mikið og hann hefur verið minn maður, þá held ég því miður að hann sé búinn að því, allavega hvað varðar fjölskyldu og líkur á að ná sáttum,“ segir Harpa að lokum. Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá Eymundsson segir gríðarlegan áhuga á kóngafólkinu og sögu Harry og eiginkonu hans vera á Íslandi sem og víða um heim. Erfitt sé að miða eftirvæntinguna fyrir bókinni við eitthvað annað. Harry og Meghan Bretland Kóngafólk Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. 11. janúar 2023 11:31 Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. 11. janúar 2023 00:01 Piers Morgan segir Harry reyna að skaða og særa konungsfjölskylduna „Ég sé ekkert annað en Prince Harry þessa dagana, hann er alls staðar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir slúðurspekingur og hlaðvarpsstjórnandi. 10. janúar 2023 16:00 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður leit við í Eymundsson í Austurstræti og ræddi við Hörpu Hrund Berndsen, áhugakonu um bresku konungsfjölskylduna, svokallaðan royalista, í kvöldfréttum Stöðvar 2: Harpa Hrund varð sér út um rafrænt eintak á útgáfudegi en var mætt til að fá bókina á pappírsformi. Hún segir koma á óvart hve persónuleg bókin sé. „Þarna eru mörg einkasamtöl sem hann hefur átt við fjölskyldumeðlimi. Ég bjóst kannski við alveg svona gríðarlega persónulegum atvikum.“ Hún segir Breta hafa almennt tekið illa í bókina. „Þeim finnst þetta heldur mikil svik af hans hálfu. Ég veit ekki hvernig viðbrögðin eru í Ameríku, það verður spennandi að sjá hvernig verður í framhaldinu þegar birt verða viðtöl við hann.“ Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Er hann búinn að brenna allar brýr að baki sér? „Eins mikið og hann hefur verið minn maður, þá held ég því miður að hann sé búinn að því, allavega hvað varðar fjölskyldu og líkur á að ná sáttum,“ segir Harpa að lokum. Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá Eymundsson segir gríðarlegan áhuga á kóngafólkinu og sögu Harry og eiginkonu hans vera á Íslandi sem og víða um heim. Erfitt sé að miða eftirvæntinguna fyrir bókinni við eitthvað annað.
Harry og Meghan Bretland Kóngafólk Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. 11. janúar 2023 11:31 Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. 11. janúar 2023 00:01 Piers Morgan segir Harry reyna að skaða og særa konungsfjölskylduna „Ég sé ekkert annað en Prince Harry þessa dagana, hann er alls staðar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir slúðurspekingur og hlaðvarpsstjórnandi. 10. janúar 2023 16:00 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. 11. janúar 2023 11:31
Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. 11. janúar 2023 00:01
Piers Morgan segir Harry reyna að skaða og særa konungsfjölskylduna „Ég sé ekkert annað en Prince Harry þessa dagana, hann er alls staðar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir slúðurspekingur og hlaðvarpsstjórnandi. 10. janúar 2023 16:00
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06