Karl G. Benediktsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 10:41 Karl G. Benediktsson vann sex Íslandsmeistaratitla sem þjálfari og stýrði íslenska handboltalandsliðinu á tveimur heimsmeistaramótum. Karl G. Benediktsson, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er látinn 89 ára að aldri. Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023 Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023
Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira