Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 15:02 Sigurður H. Helgason tekur við starfinu þann 1. febrúar. Stjórnarráðið Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. María Heimisdóttir sagði upp störfum sem forstjóri í lok nóvember. Hún var skipuð forstjóri árið 2018 af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknu umsóknarferli. María sagðist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún væri vanfjármögnuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður Helgi skipaður forstjóri án þess að starfið væri auglýst. Sigurður Helgi hefur frá árinu 2013 starfað sem skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en hann var valinn úr hópi nítján umsækjenda. Sigurður Helgi hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við hagfræði- og áætlanadeild háskólans í Hróarskeldu í Danmörku og bakkalárpróf í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. sem veitti ráðgjöf á sviði stjórnsýslu og ríkisfjármála, samningsgerðar, árangursstjórnunar, fjármálastjórnar, kostnaðargreiningar og starfsmannamála. Á árunum 2001 til 2004 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður fjármála og stjórnsýslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigurður Helgi starfaði jafnframt um fjögurra ára skeið hjá OECD í fjárlaga- og stjórnunardeild opinberrar stjórnsýslu (PUMA). Á fyrri hluta 10. áratugarins starfaði Sigurður Helgi í fjármálaráðuneytinu, meðal annars að ráðgjöf um nýskipan í ríkisrekstri. Þakklátur fyrir tækifærið Sigurður Helgi segir í samtali við Vísi að honum lítist vel á starfið sem sé spennandi og mjög mikilvæg stofnun í heilbrigðiskerfinu. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að takast á við þetta,“ segir Sigurður. Gert er ráð fyrir því að hann hefji störf 1. febrúar. Hann vildi ekki ræða skipunina frekar í bili enda ekki búið að greina formlega frá vistaskiptunum. „Ég á eftir að hitta starfsfólkið, ræða við það og kynna mér starfsemina,“ segir Sigurður. Uppi varð fótur og fit fyrir rúmum þremur mánuðum þegar Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórisdóttur þjóðminjavörð án þess að staðan væri auglýst. Flokksbróðir Lilju í Framsókn er Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið hefur nánast óslitið heyrt undir Bjarna Benediktsson frá árinu 2013 ef undan eru skildir ellefu mánuðir þar sem hann var forsætisráðherra í stuttlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Á vef Sjúkratrygginga kemur fram að hlutverk Sjúkratrygginga sé að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Þá segir að framtíðarsýn Sjúkratrygginga sé stuðlar að bættum lífsgæðum með aðgengi að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu stuðlar að því að hámarka virði heilbrigðisþjónustu er eftirsóknarverður vinnustaður Uppfært klukkan 15:40 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að skipunin sé gerð á grundvelli heimildar í 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Sigurður fluttur úr embætti skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nánari útlistun á reynslu Sigurðar má sjá að neðan. Reynsla nýr forstjóra Sjúkratryggina Sigurður hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Undir skrifstofuna falla öll helstu viðfangsefni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkiskerfisins, þ.m.t. framkvæmd fjárlaga, fjárstýring, reikningsskil og rekstrarmálefni ríkisins, lánamál, umbótastarf, stafræn umbreyting, eigna- og framkvæmdamál, eignarhald félaga og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Sigurður hefur áður gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum sem veitti stjórnvöldum margháttaða ráðgjöf um umbætur og skipulagsbreytingar í opinberri starfsemi. Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Vistaskipti Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. 30. nóvember 2022 15:59 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. 7. desember 2022 11:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
María Heimisdóttir sagði upp störfum sem forstjóri í lok nóvember. Hún var skipuð forstjóri árið 2018 af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknu umsóknarferli. María sagðist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún væri vanfjármögnuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður Helgi skipaður forstjóri án þess að starfið væri auglýst. Sigurður Helgi hefur frá árinu 2013 starfað sem skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en hann var valinn úr hópi nítján umsækjenda. Sigurður Helgi hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við hagfræði- og áætlanadeild háskólans í Hróarskeldu í Danmörku og bakkalárpróf í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. sem veitti ráðgjöf á sviði stjórnsýslu og ríkisfjármála, samningsgerðar, árangursstjórnunar, fjármálastjórnar, kostnaðargreiningar og starfsmannamála. Á árunum 2001 til 2004 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður fjármála og stjórnsýslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigurður Helgi starfaði jafnframt um fjögurra ára skeið hjá OECD í fjárlaga- og stjórnunardeild opinberrar stjórnsýslu (PUMA). Á fyrri hluta 10. áratugarins starfaði Sigurður Helgi í fjármálaráðuneytinu, meðal annars að ráðgjöf um nýskipan í ríkisrekstri. Þakklátur fyrir tækifærið Sigurður Helgi segir í samtali við Vísi að honum lítist vel á starfið sem sé spennandi og mjög mikilvæg stofnun í heilbrigðiskerfinu. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að takast á við þetta,“ segir Sigurður. Gert er ráð fyrir því að hann hefji störf 1. febrúar. Hann vildi ekki ræða skipunina frekar í bili enda ekki búið að greina formlega frá vistaskiptunum. „Ég á eftir að hitta starfsfólkið, ræða við það og kynna mér starfsemina,“ segir Sigurður. Uppi varð fótur og fit fyrir rúmum þremur mánuðum þegar Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórisdóttur þjóðminjavörð án þess að staðan væri auglýst. Flokksbróðir Lilju í Framsókn er Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið hefur nánast óslitið heyrt undir Bjarna Benediktsson frá árinu 2013 ef undan eru skildir ellefu mánuðir þar sem hann var forsætisráðherra í stuttlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Á vef Sjúkratrygginga kemur fram að hlutverk Sjúkratrygginga sé að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Þá segir að framtíðarsýn Sjúkratrygginga sé stuðlar að bættum lífsgæðum með aðgengi að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu stuðlar að því að hámarka virði heilbrigðisþjónustu er eftirsóknarverður vinnustaður Uppfært klukkan 15:40 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að skipunin sé gerð á grundvelli heimildar í 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Sigurður fluttur úr embætti skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nánari útlistun á reynslu Sigurðar má sjá að neðan. Reynsla nýr forstjóra Sjúkratryggina Sigurður hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Undir skrifstofuna falla öll helstu viðfangsefni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkiskerfisins, þ.m.t. framkvæmd fjárlaga, fjárstýring, reikningsskil og rekstrarmálefni ríkisins, lánamál, umbótastarf, stafræn umbreyting, eigna- og framkvæmdamál, eignarhald félaga og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Sigurður hefur áður gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum sem veitti stjórnvöldum margháttaða ráðgjöf um umbætur og skipulagsbreytingar í opinberri starfsemi. Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu.
Reynsla nýr forstjóra Sjúkratryggina Sigurður hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Undir skrifstofuna falla öll helstu viðfangsefni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkiskerfisins, þ.m.t. framkvæmd fjárlaga, fjárstýring, reikningsskil og rekstrarmálefni ríkisins, lánamál, umbótastarf, stafræn umbreyting, eigna- og framkvæmdamál, eignarhald félaga og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Sigurður hefur áður gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum sem veitti stjórnvöldum margháttaða ráðgjöf um umbætur og skipulagsbreytingar í opinberri starfsemi. Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Vistaskipti Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. 30. nóvember 2022 15:59 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. 7. desember 2022 11:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. 30. nóvember 2022 15:59
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12
Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. 7. desember 2022 11:41