Viltu vera fráflæðisvandi? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 10:01 Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikhús Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar