Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 15:48 Andri er hér fremst á myndinni ásamt samstarfsfélögum sínum hjá Play. Aðsend Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“ Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“
Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira