Æfingin hefur vakið áhyggjur Úkraínumanna um að Belarús, eða Hvíta Rússland, ætli að blanda sér í stríðið í Úkraínu með afgerandi hætti eða að Rússar hefji nýja sókn þaðan.
Stjórnvöld í Belarús halda því fram að um varnaræfingu sé að ræða en þó óttast menn aukinn liðssöfnuð Rússa í landinu sem er svipuð þróun og var áður en Rússar réðust upphaflega inn í Úkraínu.
Rússar þvertaka fyrir að þeir séu að reyna að draga Belarús inn í stríðið, en forseti landsins Alexander Lukashenko sem er einn einarðasti stuðningsmaður Vladimírs Pútín hefur áður sagt að Belarús ætli ekki að taka þátt í stríðinu.