„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2023 10:27 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. Vísir/Vilhelm Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum. Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“ Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira