Háskólamenntun í hættu Alexandra Ýr van Erven skrifar 17. janúar 2023 13:30 Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar