Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 18. janúar 2023 23:47 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur segir stöðunina ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira