Handboltaskórnir í allt öðru landi en hann þegar hann fékk kallið til spila á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 14:31 Pol Valera sést hér í leik með spænska landsliðinu en hann þykir líklegur sem framtíðarstjarna liðsins. Getty/Catherine Steenkeste Spánverjar þurftu að gera breytingu á liði sínu á heimsmeistaramótinu í handbolta og kalla út mann. Sá sem fékk kallið var hins vegar í skemmtiferð með konunni í Englandi. Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni. HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Sjá meira
Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti