Ábending til stjórnar Starfsgreinasambandsins: Leysið hnútinn. Víkið óttanum frá SA Birgir Dýrfjörð skrifar 20. janúar 2023 17:02 Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar