Stöð 2 Sport
Olís-deild kvenna í handbolta á sviðið á Stöð 2 Sport í dag og verða tveir leikir í beinni útsendingu. Fram tekur á móti KA/Þór klukkan 13:50 og Stjarnan sækir Hauka heim klukkan 17:50.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn og ameríski fótboltinn deila sviðsljósinu á Stöð 2 Sport 2 og við hefjum leik í Verona þar sem heimamenn taka á móti Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 13:50 áður en Salernitana og Napoli eigast við klukkan 16:50.
Það er svo viðureign Kansas City Chiefs og Jacksonville Jaguars sem hefur leik í amerísku NFL-deildinni klukkan 21:30 áður en Philedelphia Eagles tekur á móti New York Giants klukkan 01:15 eftir miðnætti.
Stöð 2 Sport 3
Fiorentina tekur á móti Toreino klukkan 19:35 í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta og klukkan 22:00 eigast Toronto Raptors og Boston Celtics við í NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.
Stöð 2 eSport
Þriðji dagur Blast Premier-mótaraðarinnar í CS:GO fer fram í dag og upphitun hefst klukkan 10:30.
Þá er seinni Ofurlaugardagur tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni einnig á dagskrá í dag og hefst útsending klukkan 16:45 á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar sem heil umferð verður leikin.