Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik Jakob Snær Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 23:16 Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni eins og svo oft áður. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld. Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“ Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Sjá meira
Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“
Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57