Þetta er það sem þarf að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 12:28 Það þarf ansi margt að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit heimameistaramótsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Eftir tap íslenska karlalandsliðsins gegn Svíum síðastliðinn föstudag er draumur liðsins um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins nánast úr sögunni. Þó er enn vonarglæta og hér fyrir neðan verður farið yfir það sem þarf að ganga upp svo liðið komist áfram. Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira