Ísland spilar sinn síðasta leik á HM á eftir er strákarnir okkar mæta Brasilíu. Þeir munu fá góðan stuðning úr stúkunni.
Stór hópur Íslendinga kom til Gautaborgar á föstudag og fer svo heim í nótt. Sá hópur ætlar að láta í sér heyra og mun líklega yfiirgnæfa stuðninginn frá fáum Brasilíumönnum í húsinu.
Vilhelm Gunnarsson skellti sér í teitið á Clarion-hótelinu áðan og smellti nokkrum myndum af mannskapnum.