Ástkært lið Selfoss jarðað í Seinni bylgjunni: „Algjör hauskúpuleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 16:00 Selfyssingar skoruðu aðeins fjögur mörk í öllum fyrri hálfleiknum, en fengu 23 mörk á sig. Stöð 2 Sport „Ástkært handknattleikslið okkar, kvennalið Selfoss, var á laugardaginn jarðað í Set-höllinni. Viðstaddir upplifðu erfiðan dag. Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Blóm og kransar hafa verið afþakkaðir.“ Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira