Lesfimipróf barna – af hverju leggjum við þau fyrir? Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:01 Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar