Sagður hafa bjargað frænda sínum þegar slysið varð Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 07:47 Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Getty Bandaríski stórleikarinn Jeremy Renner er sagður hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að snjótroðari rynni og rækist á eldri frænda sinn þegar hann varð sjálfur undir bílnum í slysi á fyrsta degi ársins. Þetta kemur fram í atvikaskýrslu lögreglunnar í Nevada að því er segir í frétt CNN. Í skýrslunni er ljósi betur varpað á slysið, en á fjórða tug beina í líkama Renner brotnuðu í slysinu og var hann um tíma talinn vera í lífshættu. Hinn 51 árs Renner hafði notað snjótroðarann við heimili sitt nærri Tahoe-vatni til að draga pallbíl frændans sem fastur var í snjó. Renner fór svo út úr troðaranum án þess að virkja sérstaka neyðarbremsu og fór hann þá að renna til hliðar. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að bremsuljósið hafi ekki verið virkt og „tæknivandræði kunni að hafa átt þátt í slysinu“. Renner er sagður hafa reynt að stöðva eða stýra snjótroðaranum til að koma í veg fyrir að slys yrði á frændanum og hafi þá orðið undir hinum 6.500 kílóa troðara sem er af gerðinni Pistenbully. Frændi Renner hlúði að Renner þar til að sjúkralið bar að garði og flutti hann svo með þyrlu á sjúkrahús í Reno þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Renner hefur verið duglegur að halda aðdáendum sínum upplýstum um batann með því að birta myndir á samfélagsmiðlum. Hann sneri aftur heim til sín af sjúkrahúsinu um miðjan mánuðinn. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22. janúar 2023 19:01 Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. 17. janúar 2023 21:26 Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. 4. janúar 2023 06:38 Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Þetta kemur fram í atvikaskýrslu lögreglunnar í Nevada að því er segir í frétt CNN. Í skýrslunni er ljósi betur varpað á slysið, en á fjórða tug beina í líkama Renner brotnuðu í slysinu og var hann um tíma talinn vera í lífshættu. Hinn 51 árs Renner hafði notað snjótroðarann við heimili sitt nærri Tahoe-vatni til að draga pallbíl frændans sem fastur var í snjó. Renner fór svo út úr troðaranum án þess að virkja sérstaka neyðarbremsu og fór hann þá að renna til hliðar. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að bremsuljósið hafi ekki verið virkt og „tæknivandræði kunni að hafa átt þátt í slysinu“. Renner er sagður hafa reynt að stöðva eða stýra snjótroðaranum til að koma í veg fyrir að slys yrði á frændanum og hafi þá orðið undir hinum 6.500 kílóa troðara sem er af gerðinni Pistenbully. Frændi Renner hlúði að Renner þar til að sjúkralið bar að garði og flutti hann svo með þyrlu á sjúkrahús í Reno þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Renner hefur verið duglegur að halda aðdáendum sínum upplýstum um batann með því að birta myndir á samfélagsmiðlum. Hann sneri aftur heim til sín af sjúkrahúsinu um miðjan mánuðinn. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22. janúar 2023 19:01 Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. 17. janúar 2023 21:26 Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. 4. janúar 2023 06:38 Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22. janúar 2023 19:01
Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. 17. janúar 2023 21:26
Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. 4. janúar 2023 06:38