Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth fá drottninguna Birgittu Haukdal til sín í sett á frábært trúnó um allt milli himins og jarðar. Þau fá nánari innsýn í hugarheim þessarar ástsælu tónlistarkonu og dómarastarfið í Idolinu.
Svo taka þau púlsinn á því sem er körrent í dag áður en bardagakappinn og zen meistarinn Gunni Nelson kíkir í spjall en hann undirbýr sig nú af krafti fyrir sinn næsta bardaga sem verður í London.
Þáttinn má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.
Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.