Gert að greiða samfanga miskabætur eftir árás með trékefli Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 12:26 Árásin var gerð að kvöldi föstudagsins 18. desember 2020, í eldhúsi í fangelsinu að Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fangann Þorláki Fannari Albertssyni til að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur eftir árás með trékefli inni á Litla-Hrauni á Eyrarbakka í desember 2020. Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40
Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02