Felldi tár og svaf varla dúr Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 23:01 Jim Gottfridsson búinn að brjóta bein í vinstri hendi. Hann þarf að stóla á samherja sína til að tryggja Svíþjóð gull. EPA-EFE/Anders Wiklund Jim Gottfridsson, aðalstjarna Svía og besti leikmaður EM í fyrra, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa meiðst í sigrinum gegn Egyptalandi í gær. Gottfridsson var fluttur á sjúkrahús í röngtenmyndatöku strax eftir leik og þar varð martröð Svía að veruleika þegar í ljós kom að vinstri höndin væri brotin. „Ég var virkilega leiður í nótt og það féllu nokkur tár. Ég svaf í einn og hálfan tíma,“ sagði Gottfridsson við blaðamenn í dag. „Þegar ég kom upp á hótel leið manni eins og það væri búið að draga niður allar gardínur. Auðvitað er ég vonsvikinn,“ sagði Gottfridsson og bætti við: „Það að vera valinn besti leikmaður heims fyrir tíu dögum síðan en þurfa svo að hætta keppni fyrir undanúrslitin er ekkert frábært.“ Kemur ekki til greina að fara Gottfridsson fer nú í aðgerð og reiknar með að verða frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Hann neyðist til að horfa á samherja sína spila um heimsmeistaratitil á heimavelli án þess að geta nokkuð lagt að mörkum. „Manni líður eins og að maður sé búinn að æfa alla ævina fyrir þetta og að ég sé fæddur til að gera þetta. Það að geta ekki verið með og spilað um stærstu verðlaunin er auðvitað svakalega svekkjandi, en mér líður enn eins og ég sé hluti af liðinu. Ég reyni að vera stoltur af því að hjálpa liðinu frá bekknum og úr stúkunni. Það kemur ekki til greina að fara héðan, ég hef verið með þessu landsliði í svo mörg ár,“ sagði Gottfridsson. HM 2023 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Gottfridsson var fluttur á sjúkrahús í röngtenmyndatöku strax eftir leik og þar varð martröð Svía að veruleika þegar í ljós kom að vinstri höndin væri brotin. „Ég var virkilega leiður í nótt og það féllu nokkur tár. Ég svaf í einn og hálfan tíma,“ sagði Gottfridsson við blaðamenn í dag. „Þegar ég kom upp á hótel leið manni eins og það væri búið að draga niður allar gardínur. Auðvitað er ég vonsvikinn,“ sagði Gottfridsson og bætti við: „Það að vera valinn besti leikmaður heims fyrir tíu dögum síðan en þurfa svo að hætta keppni fyrir undanúrslitin er ekkert frábært.“ Kemur ekki til greina að fara Gottfridsson fer nú í aðgerð og reiknar með að verða frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Hann neyðist til að horfa á samherja sína spila um heimsmeistaratitil á heimavelli án þess að geta nokkuð lagt að mörkum. „Manni líður eins og að maður sé búinn að æfa alla ævina fyrir þetta og að ég sé fæddur til að gera þetta. Það að geta ekki verið með og spilað um stærstu verðlaunin er auðvitað svakalega svekkjandi, en mér líður enn eins og ég sé hluti af liðinu. Ég reyni að vera stoltur af því að hjálpa liðinu frá bekknum og úr stúkunni. Það kemur ekki til greina að fara héðan, ég hef verið með þessu landsliði í svo mörg ár,“ sagði Gottfridsson.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira