Grasrót gegn útlendingafrumvarpi Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar 27. janúar 2023 11:31 Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Alþingi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Una Hildardóttir Daníel E. Arnarsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun