Galdurinn að langlífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 20:52 Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða. Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“ Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“
Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira