Veðrið versni mjög eftir hádegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 29. janúar 2023 23:01 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að gera megi ráð fyrir lokunum á vegum. Vísir/SteingrímurDúi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.
Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08
Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49