Færð á vegum

Fréttamynd

Gætu þurft að breyta þrjá­tíu kíló­metrum aftur í mala­veg

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“.

Innlent
Fréttamynd

Vill auka eftir­lit með þungaflutningum

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir og ekkert ferða­veður

Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veður
Fréttamynd

Gæti sést til eldinga á vestan­verðu landinu

Smálægð verður á austurleið norður af landinu í dag og henni fylgir suðvestanátt. Víða verða 8 til 15 metrar á sekúndu. Á vestanverðu landinu verða él og segir í hugleiðingum veðurfræðings að ekki sé útilokað að það sjáist til eldinga þar á stöku stað.

Veður
Fréttamynd

Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum

Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. 

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitir í viðbragðs­stöðu: Verk­efni björgunar­sveita um 300 í gær

Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 

Veður
Fréttamynd

Vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Aftakaveður gengur yfir landið í dag. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi og er spáð hviðum upp í fimmtíu metra á sekúndu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.

Veður
Fréttamynd

Fjöldi vega á óvissu­stigi vegna veðurs

Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega.

Innlent
Fréttamynd

Appel­sínu­gular viðvaranir: Gæti minnt á ó­veðrið 2015

Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan.

Veður
Fréttamynd

Ferða­langar taki mið af hríð og hvössum vindum

Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið.

Veður
Fréttamynd

„Búumst við hinu versta en vonum það besta“

Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“

Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt á morgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að mikil úrkoma og hláka geti valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Hellis­heiði lokað vegna fastra bíla

Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð um brautina gangi hægt

Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna Reykja­nes­braut á ný

Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­mokstur hófst um klukkan fjögur í nótt

Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt.

Veður
Fréttamynd

Vegum lokað vegna snjó­flóða­hættu

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð hafa fallið á svæðinu og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundir. 

Innlent
Fréttamynd

Nokkur fjöldi fastur á Fjarðar­heiði í gær

Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna nokkurs fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki var einnig fast við Efri Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg.

Innlent