Telur bæjaryfirvöld vilja fórna Ástjörn fyrir Haukahúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2023 11:39 Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. vísir/vilhelm Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, segir þyngra en tárum taki að bæjaryfirvöld telji sig þess umkomna að vera ósammála mati fagstofnunar um náttúruvernd. Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar.
Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30