Marie Kondo gafst upp á tiltektinni eftir þriðja barnið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. janúar 2023 16:01 Marie Kondo hefur breytt um forgangsröðun í lífinu. Getty/ Axelle/Bauer-Griffin Þriðja barnið bugaði Marie Kondo þegar kom að hennar eigin tiltektaraðferðum ef marka má nýtt viðtal sem birtist við skipulagsdrottninguna. „Það er óreiða á heimilinu mínu. Ég er að eyða tíma mínum á þann hátt sem er réttur fyrir mig á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Marie Kondo í Washington Post. Hún eignaðist sitt þriðja barn árið 2021 og hafði það töluverð áhrif á hennar hugarfar. „Fram að þessum tímapunkti var ég atvinnumanneskja í tiltekt og reyndi að halda heimili mínu góðu alltaf,“ útskýrir hún í þessu einlæga viðtali um móðurhlutverkið og breytta forgangsröðun. „Ég hef eiginlega gefist upp á því.“ Hún tekur það fram að þetta sé mjög jákvæð breyting. Það sé ekki raunsætt fyrir alla að halda heimilinu öllu alltaf í röð og reglu. „Nú geri ég mér grein fyrir því hvað er mikilvægast og fyrir mig er það að njóta samverustundanna heima með börnunum mínum.“ Aðdáendur Marie Kondo um allan heim fylgja tiltektaraðferðum hennar við skipulag heimilisins. Hún hefur gefið út metsölubækur eins og The Life-Changing Magic of Tidying Up og Spark Joy. Aðferðir hennar ganga í stuttu máli út á að losa sig við hluti sem veita ekki gleði. Nýjasta bókin hennar Marie Kondo’s Kurashi at Home: How to Organize Your Space and Achieve Your Ideal Life fjallar meðal annars um að finna innri frið. Svo virðist sem Marie Kondo sjálf hafi náð því markmiði. „Ég held áfram að horfa inn á við.“ Ástin og lífið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Það er óreiða á heimilinu mínu. Ég er að eyða tíma mínum á þann hátt sem er réttur fyrir mig á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Marie Kondo í Washington Post. Hún eignaðist sitt þriðja barn árið 2021 og hafði það töluverð áhrif á hennar hugarfar. „Fram að þessum tímapunkti var ég atvinnumanneskja í tiltekt og reyndi að halda heimili mínu góðu alltaf,“ útskýrir hún í þessu einlæga viðtali um móðurhlutverkið og breytta forgangsröðun. „Ég hef eiginlega gefist upp á því.“ Hún tekur það fram að þetta sé mjög jákvæð breyting. Það sé ekki raunsætt fyrir alla að halda heimilinu öllu alltaf í röð og reglu. „Nú geri ég mér grein fyrir því hvað er mikilvægast og fyrir mig er það að njóta samverustundanna heima með börnunum mínum.“ Aðdáendur Marie Kondo um allan heim fylgja tiltektaraðferðum hennar við skipulag heimilisins. Hún hefur gefið út metsölubækur eins og The Life-Changing Magic of Tidying Up og Spark Joy. Aðferðir hennar ganga í stuttu máli út á að losa sig við hluti sem veita ekki gleði. Nýjasta bókin hennar Marie Kondo’s Kurashi at Home: How to Organize Your Space and Achieve Your Ideal Life fjallar meðal annars um að finna innri frið. Svo virðist sem Marie Kondo sjálf hafi náð því markmiði. „Ég held áfram að horfa inn á við.“
Ástin og lífið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira