Lokadagur gluggans: Enzo dýrastur í sögunni og Arsenal sótti Evrópumeistara til nágrannanna Ingvi Þór Sæmundsson, Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 1. febrúar 2023 00:40 Enzo Fernandez verður að öllum líkindum kynntur sem leikmaður Chelsea á næstunni. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði í kvöld og eins og við var að búast var af nægu að taka. Stærstu fréttirnar eru þær að Chelsea náði að öllum líkindum að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez á metfé og Arsenal fékk Evrópumeistarann Jorginho frá nágrönnum sínum í Chelsea. Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira