Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 10:31 Brottvísun Husseins vakti mikla reiði eftir að myndir af lögreglunni taka hann úr hjólastólnum hans og bera út í bíl birtust. Ríkislögreglustjóri leitar nú að hjólastólavænum bíl til að bæta úr framkvæmd brottvísana. Vísir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um athugun sem hann gerði á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar Hussein Hussein, fatlaðs manns, til Grikklands í nóvembermánuði. Mikla athygli vakti þegar Hussein, sem notar hjólastól, var borinn af lögreglumönnum út í bíl og honum ekið upp á flugvöll. Ríkislögreglustjóri var í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sagði hann þá að nauðsynlegt væri að farið yrði yfir verklag lögreglu við framkvæmd brottvísunar sem þessarar. „Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að meðal þeirra atriða sem sæta skoðun embættisins sé sá möguleiki að lögreglan festi kaup á bifreið sem nota megi ef flytja þarf einstaklinga í hjólastól en einnig til annarra verka. Standi vonir embættisins til þess að bifreiðin verði keypt eða leigð á fyrri hluta ársins 2023,“ segir í skýrslunni, sem birt var á vef umboðsmanns í dag. Þá segir í skýrslu umboðsmanns að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í svari ríkislögreglustjóra sé ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu. Áfram verði þó fylgst með málinu af hálfu embættisins. Þá óskar umboðsmaður eftir því að ríkislögreglustjóri upplýsi hann um framvindu málsins fyrir 1. ágúst næstkomandi. „Að endingu telur umboðsmaður rétt að ítreka nauðsyn þess að við skipulagningu og undirbúning ákvarðana um framkvæmd brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd fari, af hálfu lögreglu, fram einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir þar sem tekið er sérstakt tillit til manna í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar,“ segir í skýrslu umboðsmanns. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um athugun sem hann gerði á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar Hussein Hussein, fatlaðs manns, til Grikklands í nóvembermánuði. Mikla athygli vakti þegar Hussein, sem notar hjólastól, var borinn af lögreglumönnum út í bíl og honum ekið upp á flugvöll. Ríkislögreglustjóri var í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sagði hann þá að nauðsynlegt væri að farið yrði yfir verklag lögreglu við framkvæmd brottvísunar sem þessarar. „Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að meðal þeirra atriða sem sæta skoðun embættisins sé sá möguleiki að lögreglan festi kaup á bifreið sem nota megi ef flytja þarf einstaklinga í hjólastól en einnig til annarra verka. Standi vonir embættisins til þess að bifreiðin verði keypt eða leigð á fyrri hluta ársins 2023,“ segir í skýrslunni, sem birt var á vef umboðsmanns í dag. Þá segir í skýrslu umboðsmanns að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í svari ríkislögreglustjóra sé ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu. Áfram verði þó fylgst með málinu af hálfu embættisins. Þá óskar umboðsmaður eftir því að ríkislögreglustjóri upplýsi hann um framvindu málsins fyrir 1. ágúst næstkomandi. „Að endingu telur umboðsmaður rétt að ítreka nauðsyn þess að við skipulagningu og undirbúning ákvarðana um framkvæmd brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd fari, af hálfu lögreglu, fram einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir þar sem tekið er sérstakt tillit til manna í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar,“ segir í skýrslu umboðsmanns.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06