Urðu að færa fyrsta leik sinn á HM á mikið stærri leikvang Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 17:30 Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska landsliðinu eru vinsælar og spila fyrsta leik sinn á HM í sumar væntanlega fyrir framan algjöran metfjölda í sögu knattspyrnu kvenna í Ástralíu. Getty/Matt King Eftirspurnin eftir miðum á upphafsleik Ástralíu á HM kvenna í fótbolta í Eyjaálfu næsta sumar hefur verið slík að mótshaldarar hafa neyðst til að skipta um leikvang. HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi. Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney. Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands. We re gonna need a bigger stadium Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023 Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst. Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna. Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi. Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney. Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands. We re gonna need a bigger stadium Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023 Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst. Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna. Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira