Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 12:01 Alexander Isak er hér leiddur af velli af læknaliði Newcastle United í gærkvöldi. Getty/Stu Forster Newcastle komst í gær í sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley í 24 ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira