Greenwood laus allra mála Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 14:29 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Sjá meira