Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 20:37 Hörður er ritstjóri Innherja. Vísir Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. „Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis. Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis.
Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira